Header Paragraph

Hver er reynslan af neikvæðum tekjuskatti?

Image

Daði Már Kristófersson ræddi neikvæðan tekjuskatt á fjórðu málstofu haustsins, 27. október. Hann snýst í stuttu máli um að ónýttur persónuafsláttur er borgaður út, þannig að öllum eru tryggðar lágmarkstekjur. Þar sem útgreiðslan rýrnar með tekjum er hún ódýrari fyrir ríkið en borgaralaun. 

Hugmyndin er oft kennd við hagfræðinginn Milton Friedman, en hún kom fyrr fram. Breskur stjórnmálamaður, Juliet Rhys- Williams, lagði hana til á fimmta áratug 20. aldar. Hún var reynd á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum á valdatíma Nixons (1969-1974) og raunar einnig á Íslandi í tíð fyrri stjórnar Ólafs Jóhannessonar (1971-1974). 

Reynslan af tilrauninni sem gerð var í Bandaríkjunum var blendin, en almennt ekki slæm. Vinnuframboð kvenna og ungmenna minnkaði nokkuð.  

Á annan tug manns hlýddi á málstofuna. Glærur Daða má finna hér