Skammtímaspár um hagstærðir

Hagfræðistofnun gefur út skammtímaspár um hagstærðir.

Líkanið spáir mánaðargildum fyrir tíu breytur. Yfirleitt eru lágmarkslaun þekkt stærð, en ekki þegar kjarasamningar eru lausir. 

Laun Meðal skýribreytna eru frávik frá jafnvægisatvinnuleysi og langtímasambandi meðallauna og lágmarkslauna og frávik frá langtímakaupmætti, en hann vex með tímanum.

Íbúðaverð Meðal skýribreytna eru frávik frá langtímahlutfalli íbúðaverðs og launa.

Atvinnuleysi Meðal skýribreytna eru frávik frá jafnvægisatvinnuleysi og hlutfallsleg laun miðað við útlönd.

Verðlag Meðal skýribreytna eru hlutfallslegt verðlag miðað við útlönd, frávik frá jafnvægis atvinnuleysi og frávik frá langtímaleitni í íbúðaverði

Gistinætur útlendinga ráðast meðal annars af raungengi krónunnar, hagvexti í OECD-löndum og fjölda starfa hér á landi.

Fjöldi starfa ræðst meðal annars af fjölgun gistinótta útlendinga og raungengi krónunnar, en einnig af vöxtum Seðlabanka.

Gengi er ekki metið með aðfallsgreiningu, heldur ræðst það í líkaninu af vaxtajöfnunni svonefndu. Krónan styrkist þegar vextir hækka hér miðað við evruvexti, en gengisbreytingu komandi missera má lesa úr mun á innlendum vöxtum og evruvöxtum.

Meginvextir Seðlabanka hækka með verðbólgu liðinna mánaða en lækka þegar atvinnuleysi eykst.

Lágmarkslaun ráðast af atvinnuleysi, fjölgun starfa og verðbólgu.

Atvinnuleysisbætur eru hér taldar fylgja lágmarkslaunum með tveggja mánaða töf. 

 

 

Árið 2023 sló straumur erlendra ferðamanna nýtt met, mældur í fjölda gistinótta. Horfur eru á að ferðaþjónustan vaxi enn árið 2024 og álag á hagstjórnina um leið. Líklegt er að vextir Seðlabanka hækki á árinu og að hægt dragi úr verðbólgu.

 

 

Hagkerfið er nú að komast í gang í takt við að slakað er á hömlum vegna farsóttarinnar. Hér má sjá spár um það hvernig atvinnuleysi, verðbólga, laun, húsnæðisverð og gengi krónunnar bregðast við þessu. Vart þarf að taka fram að mikil óvissa er um allt sem spáð er.

 

 

Um þessar mundir er verið að aflétta hömlum á ferðum milli landa.Hér er spá um það hvernig atvinnuleysi, verðbólga, laun, húsnæðisverð og gengi krónunnar bregðast við þessu. Vart þarf að taka fram að mikil óvissa er um allt sem spáð er.