Header Paragraph

Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?

Image

Auka má hagsæld með því að leggja gjald á losun kolefnis sem er í samræmi við þann skaða sem hún veldur. En hagkvæm aðgerð getur orðið óhagkvæm ef gengið er of langt í meðgjöf með ,,æskilegri“ hegðun. Hagkvæmni loftsaðgerða var rædd á fundi Hagfræðistofnunar að morgni fimmtudags 25. ágúst 2022. Þar kynntu Ágúst Arnórsson, Kári Kristjánsson, Sara Þrastardóttir Sördal og Sigurður Jóhannesson skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni um tuttugu loftslagsaðgerða sem stjórnvöld hafa sett í gang.

Rætt var um stuðning við kaup á rafbílum, framleiðslu á grænmeti, gerð göngu- og hjólreiðastíga og Borgarlínu, landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis, auk banns við urðun lífræns úrgangs.

Gestir voru tæplega 30 í húsnæði Hagfræðistofnunar og á streymi og urðu líflegar umræður. 

Skýrsluna má finna á vef Hagfræðistofnunar og þar má einnig finna upptöku af fundinum.