Header Paragraph

Verðbólgumarkmið og líkön Seðlabankans

Image

Föstudaginn 8. mars ræddi Guðmundur Guðmundsson tölfræðingur verðbólgujöfnu QMM-líkans Seðlabankans, eins og henni er lýst í greinargerðum bankans frá 2006 til 2019.  Verðbólguvæntingar hafa þar frá upphafi gegnt meginhlutverki. Í fyrstu útgáfu líkansins voru þær mældar sem munur á vöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisbréfa til tíu ára, að frádregnu áhættuálagi. Í annarri útgáfu hefur fyrri verðbólga leyst vaxtamuninn af hólmi en í þriðju útgáfu er vaxtamunurinn aftur meðal skýristærða. Í síðustu útgáfunni er verðbólgan einnig skýrð með breytu ,,sem er er hvorki mæld né fyrirfram gefin“, heldur búin til með svipuðum gögnum og jafnan sjálf. Þarna eru sömu gögn því notuð tvisvar, eins og einn áheyrenda orðaði það. ,,Þetta er gróft brot á forsendum línulegrar aðhvarfsgreiningar.“

Áheyrendur spurðu margs og gerðu ýmsar athugasemdir, en ellefu manns hlýddu á fyrirlesturinn.

Hér er upptaka af málstofunni. Hér eru glærur Guðmundar og hér er grein þar sem hann gerir nánari grein fyrir máli sínu.