Header Paragraph

Verðbólga áfram yfir mörkum

Mynd

Við spáum því að verðbólga fari heldur vaxandi og neysluverð hækki um 4-5% allt árið 2021. Ekki eru merki um að úr verðbólgunni dragi á komandi ári. Atvinnuleysi hefur fallið að langtímajafnvægi og gert er ráð fyrir að það verði 3-5% næstu misseri. Kreppan, sem nú er nýgengin yfir, var sérstök að því leyti kaupmáttur launa óx töluvert meðan á henni stóð. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu meira en annarra, en á almennum markaði hækkuðu laun líka hraðar en verðlag. Samið var um mikla hækkun lægstu launa í lífskjarasamningunum vorið 2019, en síðan þá hafa meðallaun hækkað álíka mikið og lágmarkslaun.

Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki heldur meira en almennt verðlag á næstunni

Forsenda spárinnar er að meginvextir Seðlabanka fari hækkandi, en næsta vor verði þeir þó enn nokkru lægri en þegar faraldurinn skall á. En þá höfðu meginvextir Seðlabanka lækkað um 1,75% á einu ári (samanber myndina). Sú vaxtalækkun var ekki viðbrögð við breyttum efnahagsaðstæðum, nema þá að hluta, heldur fólst í henni stefnubreyting af hálfu bankans. Vextir færðust í átt að því sem gerist í flestum grannlöndum Íslands. Þetta er merkileg tilraun og enn er alveg óvíst hvort hún heppnast.

Mynd