Header Paragraph

Vel sótt málstofa um sparnað af tölvukerfi utan um skimun í faraldrinum

Image

Kári Kristjánsson gerði grein fyrir niðurstöðum kostnaðar- og nytjagreiningar á tölvukerfi utan um skimun fyrir covid-19 á málstofu Hagfræðistofnunar föstudaginn 13. janúar, en stutt er síðan skýrsla um málið var birt. Einfaldara varð að panta tíma í skimun með kerfinu, en mesti ávinningurinn af því var að niðurstöður um smit bárust fyrr en áður og þeir sem ekki reyndust smitaðir sluppu fyrr úr sóttkví. Gert er ráð fyrir að svar hafi borist sólarhring fyrr með nýju kerfi, en sennilega er það vanmat. Nokkrar umræður urðu um þessa forsendu, reiknað tímavirði og fleira. 

Rúmlega 20 manns fylgdust með málstofunni á staðnum og í streymi. Hér má finna upptöku af henni.