Header Paragraph

Vel hannaðar ríkisfjármálareglur stuðla að minni hagsveiflum

Image

Framvirkir vextir sýna að búist er við að vextir haldist háir hér á landi á komandi árum. Beita má ríkisfjármálum til þess að ná vöxtunum niður, en töluvert mikið aðhald gæti þurft til þess að hafa veruleg áhrif á vextina. Greiningar fjármálaráðs, fjármálaráðuneytisins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins benda til þess að ríkisfjármál hafi fremur ýkt hagsveiflur hér á landi en mildað þær. Vel hannaðar ríkisfjármálareglur gætu breytt þessu. Nú gilda þrjár reglur um rekstur ríkissjóðs: Regla um að afkoman sé yfir tilteknum mörkum, skuldir séu innan við 30% af landsframleiðslu og að skuldir umfram það lækki í tilteknum áföngum. Því er haldið fram að afkomuregla veiti litla leiðsögn á uppgangstímum, en leiði til of mikils niðurskurðar á samdráttarskeiðum. Ný ríkisstjórn hyggst taka upp stöðugleikareglu í stað afkomureglu, en hún kveður á um hámark á vexti útgjalda. Rannsóknir benda til þess að slíkar reglur dragi mest úr hagsveiflum. Skynsamlegt gæti verið að undanskilja fjárfestingar frá reglum um ríkisfjármál.

Þetta kom fram á málstofu Arnalds Sölva Kristjánssonar lektors sem haldin var 28. febrúar. Málstofuna sóttu 26 manns.