Header Paragraph

Vaxtalækkun er meginskýringin á verðhækkun á húsnæði

Image

Húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en almennt verðlag að undanförnu, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Ýmislegt kann að stuðla að því, til dæmis fjölgun ferðamanna eftir létt var á hömlum á ferðalögum í sumar, en langþyngst vegur lækkun vaxta. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum lækkuðu um 0,5-2,5% frá ársbyrjun 2019 til desember 2021. Þeir hafa haldið áfram að lækka í haust, þrátt fyrir að skammtímavextir hafi hækkað. Í grófum dráttum má lýsa væntum kostnaði af því að eiga íbúð sem hér segir:
(r+δ)*H

þar sem r eru raunvextir af húsnæðislánum, δ eru afskriftir af húsnæði og H er húsnæðisverð. Þegar vextir falla, eins og þeir hafa gert að undanförnu, getur húsnæðisverð hækkað á móti án þess að húsnæðiskostnaður vaxi. Frá ársbyrjun 2019 hefur raunverð á húsnæði hækkað um nálægt 15%, en á sama tíma hefur kostnaður við að eiga húsnæði lækkað um 10% (samanber
myndina hér fyrir neðan). Hér er gert ráð fyrir að tekið sé verðtryggt lán fyrir íbúðakaupum, en sjaldan munar lengi miklu á kostnaði af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum.

Fræðast má nánar um þetta í nýlegri spá um verðlag og fleiri hagstærðir.

Image