Header Paragraph

Umhverfismál í landbúnaði í Búlgaríu

Image

Hrabrin Bachev prófessor í Landbúnaðarhagfræðistofnuninni í Sófíu ræddi landbúnað og umhverfismál í Búlgaríu á málstofu Hagfræðistofnunar í stofu 101 í Odda 22. ágúst síðastliðinn. Miklar breytingar hafa orðið í búlgörskum landbúnaði á undanförnum áratugum. Síðasta áratug 20. aldar var tekinn upp markaðsbúskapur í Búlgaríu og land færðist aftur í einkaeign. Á fyrstu árum nýrrar aldar lagaði landið sig að Evrópusambandsaðild, en Búlgaría gekk í sambandið 2007. Bújörðum hefur fækkað um 80% á þessari öld og meðaljörð stækkað að sama skapi. Framleiðni vinnuafls í landbúnaði hefur þrefaldast frá 2007. En jafnframt er meira notað af áburði og eitri. Evrópusambandið gerir strangari kröfur um umhverfisvernd en áður hafa verið gerðar og ekki hefur verið leyst úr ýmsum vanda á sviði umhverfismála frá fyrri tímum. 

Fyrirlesturinn var tekinn upp.