Header Paragraph

Tilraunir í stuðningi við nýsköpun

Image

Á málstofu Hagfræðistofnunar föstudaginn 28. janúar fjallaði dr. Eszter Czibor um nýlegar rannsóknir á fjármögnun og stuðningi við nýsköpunarverkefni. Með nýsköpun verður til ný tækni og reynsla, sem nýtist ekki bara þeim sem stendur fyrir nýsköpuninni, heldur einnig öðrum. Þetta hafa verið höfuðrökin fyrir ríkisstuðningi við nýsköpun. Eszter nefndi einnig að beita mætti slíkum stuðningi til þess að fleiri njóti góðs af nýsköpuninni en ella og að fleiri taki þátt í henni, þannig að hæfileikar sem flestra nýtist á þessu sviði. Hún ræddi ýmsar leiðir til þess að styðja við nýsköpun en staldraði lengst við hagnýtingu tilrauna á því sviði. Umsóknir um stuðning eru þá valdar af handahófi og velgengni verkefnanna borinn saman við árangur af verkefnum sem ekki eru styrkt. Aðferðina má nýta til þess að meta hvers konar stuðningur kemur að mestu gagni. Þetta er skýrt nánar á glærum Eszterar, en einnig má sjá upptöku af erindi hennar.