Samhengi auðlinda, fjölbreytni og hagvaxtar
Þorvaldur Gylfason og Gylfi Zoega ræddu samhengi auðlinda, fjölbreytni og hagvaxtar á málstofu Hagfræðistofnunar 24. janúar. Þeir hafa skrifað tólf fræðigreinar um þessi málefni.
Þorvaldur sagði að hagvöxtur væri oft lítill í löndum væru of háð náttúruauðlindum og færu ekki vel með þær. Í nýjustu grein þeirra Gylfa kæmi líka fram að fjölbreytni í atvinnulífi ýtti undir hagsæld. Gott væri að hafa ekki öll egg í sömu körfu, en einnig skipti máli að hagsmunir einnar atvinnugreinar ríktu ekki yfir efnahagslífinu.
Gylfi minnti á þau orð Williams Baumols að alls staðar væri duglegt fólk, en stofnanir samfélagsins réðu því hvernig það verði lífinu. Þeir sem fæðast í Mexíkó lifa öðruvísi lífi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum. Í fátækum löndum eyddu menn of mikilli orku í að berjast um auðlindir í stað þess að búa til ný verðmæti. Máli skipti hvort lög tryggðu eðlileg samskipti manna eða hvort meginhlutverk laganna væri að hygla tilteknum hópum.
Áheyrendur voru 16 og spurt var um margt. Sjá má upptöku af málstofunni hér.