Header Paragraph

Núvirtur ábati af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda 2022-2040 ríflega 250 milljarðar króna

Image

Núvirtur nettóábati af aðgerðum stjórnvalda við endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt á árunum 2022 til 2040 er um 265 milljarðar króna samkvæmt nýju mati Hagfræðistofnunar. Helstu niðurstöður má sjá hér á eftir.

Núvirtur nettóábati af landaðgerðum á árunum 2022-2040, milljarðar króna

Votlendi        67
Landgræðsla      103
Nytjaskógrækt        74
Náttúruskógrækt        22
Samtals      265

Töluverð óvissa er um ábatann, en lágspá er um 160 milljarðar og háspá 370 milljarðar. Matið er byggt á áætlunum Lands og skógar og Umhverfisráðuneytisins um umfang aðgerða og á verðmati Alþjóðabankans á losunarheimildum.  Í skýrslu um málið má sjá hve niðurstöðurnar eru næmar fyrir breytingum á ávöxtunarkröfu og verðmati á losunarheimildum. Fleira kemur til álita. Til dæmis gæti verið talsvert meira af huglægum ábata af náttúruskógrækt heldur en t.d. af nytjaskógrækt, þar sem um er að ræða endurheimt á náttúrlegu landslagi og vistkerfi meðan nytjaskógar samanstanda af innfluttum trjátegundum sem geta haft skaðleg áhrif á náttúrlegt vistkerfi.

Höfundur skýrslunnar er Kári Kristjánsson auðlindahagfræðingur.