Header Paragraph

Níu milljarðar spöruðust með tölvukerfi utan um skimun fyrir covid-19

Image

Ígildi tæplega 700 milljóna króna sparaðist með beinni skráningu vegna covid-19 í Heilsuveru frá september 2020 fram á árið 2022. En mesti ábatinn af tölvukerfinu sem sett var upp var þó af því að niðurstöður úr skimun bárust fyrr en ella, þannig að þeir sem ekki reyndust smitaðir gátu snúið til vinnu. Ábati af því er talinn 8,7 milljarðar króna. Frá þessu má draga kostnað við kerfið, sem talinn er um 300 milljónir króna. Samtals verður ábati af kerfinu því um 9,1 milljarður króna umfram kostnað. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem Hagfræðistofnun gerði fyrir Origo. Skýrslan var rýnd af tveim sérfræðingum á sviðinu.

Kári Kristjánsson hagfræðingur, sem gerði matið, gerir grein fyrir niðurstöðunum á málstofu föstudaginn 13. janúar kl. 11-12 í húsakynnum Hagfræðistofnunar, á 3. hæð í Odda við Sturlugötu, stofu 312. Allir eru velkomnir.