Header Paragraph

Munur á framleiðslu á mann eftir landshlutum er óvíða minni en á Íslandi

Image

 

Stundum er sagt að hagtölur landshluta segi meiri sögu en tölur um heil lönd. Miklu munar á framleiðslu á mann í Austur- og Vestur-Þýskalandi og mikill munur er líka á lífskjörum á norðurhluta Ítalíu og suðurhluta landsins. Taflan hér fyrir neðan sýnir mun á á framleiðslu á mann í ríkustu og fátækustu héruðum nokkurra Evrópusambandslanda - og Íslands - árið 2017. Fyrir ofan strik eru meðaltekjur í 90. persentíl eða hundraðsmarki  - 90% landsmanna eiga heima á svæðum þar sem meðalframleiðsla á mann er minni. Fyrir neðan strik er 10. hundraðsmark eða persentíll - 10% landsmanna eiga heima þar sem meðalframleiðsla á mann er meiri. Munurinn er tvö- til þrefaldur á Ítalíu, í Frakklandi og Belgíu, en minni í norrænum ríkjum. Minnstur er munur á framleiðslu á mann eftir svæðum á Íslandi, en hafa verður fyrirvara á samanburðinum. 

Fræðast má nánar um þetta og annað sem lýtur að framleiðslu á einstökum svæðum hér á landi í Hagvexti landshluta 2012-2019, sem var að koma út. Ritið er unnið í samvinnu við Byggðastofnun. 

 

 

 

 

 

Image