Header Paragraph

Minningarverðlaun Hyman Minsky á Íslandi

Image
Hyman Minsky

English below

Hyman Minsky

Hyman Minsky var hagfræðingurinn að baki kenningunni um fjármálalegan óstöðugleika, sem var á allra vörum eftir fjármálakreppuna 2008.

Minsky ritaði einnig um atvinnuframboðstryggingu, lagði vogarskálar sínar á þróun nútíma peningamálahagfræði og bætti mjög skilning á ferlum innan fjármálakerfisins svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Til heiðurs Hyman Minsky kynnir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands „Heiðursverðlaun Hyman Minsky á Íslandi“. Verðlaunin (100.000 ISK) eru veitt árlega þeim sem semur, að mati dómnefndar Hagfræðistofnunar, bestu rannsóknina á sviði fjármálalegs stöðugleika, atvinnuframboðstryggingar eða nútíma peningamálahagfræði það árið.

Sérstaklega verður litið til þess að rannsóknin fjalli um íslenskt hagkerfi og fjármálakerfi eða auki skilning á fjármálalegum óstöðugleika, atvinnuframboðstryggingu eða nútíma peningamálahagfræði á Íslandi.

Öll verk (BSc./BA/MSc./MA/PhD/vinnuritgerðir, o.fl.) eru tekin gild. Verðlaunin verða veitt á afmælisdegi Hyman Minsky (23. september) hvert ár.

  • Skilafrestur er til 1. ágúst hvert ár
  • Verkin verða að vera rituð á annaðhvort íslensku eða ensku
  • Vinsamlegast skilið inn verkum á netfangið ioes@hi.is .

Verðlaunin eru samstarfsverkefni Ólafs Margeirssonar hagfræðings og Hagfræðistofnunar.  

 

The Icelandic Hyman Minsky Memorial Prize

Hyman Minsky was the economist behind the financial instability hypothesis, which’s prevalence increased substantially after the 2008 financial crisis. Minsky also researched the job guarantee, modern monetary theory and greatly improved our understanding of the processes which take place within the financial system, to name just a few of his feats.

In honour of Hyman Minsky, the Institute of Economic Studies (IES) at the University of Iceland presents the "Hyman Minsky Memorial Prize". The award (ISK 100,000) is given annually to the individual(s) who, according to an IES selection committee, write(s) the best study in the field of financial instability, job guarantee or modern monetary theory that year.

Particular attention will be paid to studies which focus on the Icelandic economic and financial systems or increase the understanding of financial instability, job guarantee or modern monetary theory within Iceland.

All works (BSc/BA/MSc/MA/PhD/working papers, etc.) are valid entries. The award will be presented on Hyman Minsky's birthday (September 23) each year.

  • The deadline for submissions is 1 August each year
  • The works must be written in either Icelandic or English
  • Please submit your entry via email: ioes@hi.is.

The award is a joint project of the Icelandic economist Ólafur Margeirsson and the Institute of Economic Studies.