Header Paragraph
Mikilvægt að fólk fái að vita hvað rafmagnið kostar
Björn Arnar Hauksson deildarstjóri hjá Orkustofnun ræddi hagkvæmni rafmagnsmarkaðs og horfur á fundi hjá Hagfræðistofnun 4. október 2024. Hann benti á ýmsar upplýsingar um markaðinn sem væru í boði hjá Orkustofnun, en talaði síðan um öryggi á almennum markaði með rafmagn, nýlega uppboðsmarkaði með rafmagn, orkuskipti, rafeldsneyti, spá um rafmagnsverð á komandi árum og margt fleira. Gestir voru 25-30, margir úr orkugeiranum. Umræður voru fjörugar.
Hér má sjá upptöku af málstofunni.