Header Paragraph

Liðskiptaaðgerðum fjölgar um 50-90% til 2050

Image

Því er spáð að liðskiptum á mjöðm fjölgi um liðlega 800 á ári frá 2019 til 2050. Það er hátt í 90% fjölgun. Liðskiptum á hné fjölgar hægar ef spáin rætist. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um rúmlega 450 á ári, eða liðlega 50%. Aðgerðir á mjöðm hafa verið nálægt meðaltali þess sem gerist í grannlöndunum en hnjáliðaskipti hafa verið tíðari á Íslandi en þar. 

Spár um liðskipti á 100.000 íbúa á Íslandi og í grannlöndum.

  Mjaðmir Hné
Danmörku   250-260 (2030-2050)
Svíþjóð 300-400 (2030)  
Englandi og víðar 190 (2040) 200 (2040)
Íslandi 270 (2030), 300 (2040) 285 (2040)

Heimildir: Ísland: Hagfræðistofnun 2023, Önnur lönd: Danmörk: Daugberg og félagar,2021, Svíþjóð: Nemes og félagar, 2014, England: Matharu og félagar, 2022. 

Spáin er reist á spá Hagstofu um mannfjölda og aldursdreifingu og tölum landlæknis um liðskipti eftir aldri á árunum 2004-2022. Meginskýringin á fjölgun aðgerða er að öldruðum fjölgar, en þörf fyrir liðskipti eykst með aldri. Því er spáð að aðgerðum á mjöðm fjölgi litlu hraðar en þeim sem eru 65 ára og eldri, en að hnjáaðgerðum fjölgi heldur minna en nemur fólksfjölgun í þessum aldursflokki. Sjá má á töflunni að spá um mjaðmaraðgerðir er nálægt miðbiki þess sem gert er ráð fyrir í grannlöndunum, en spá um hnjáaðgerðir er heldur hærri en nýlegar spár frá Englandi og Danmörku. 

Spáin var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið. Greinargerð um spána má sjá hér