Header Paragraph
Hvernig er best að skattleggja fjármagn?
Arnaldur Sölvi Kristjánsson lektor í hagfræði ræddi hvernig best væri að skattleggja fjármagn á málstofu Hagfræðistofnunar 18. október síðastliðinn. Fyrirlesturinn er byggður á nýlegri rannsókn hans. Arnaldur gerir ráð fyrir að fólk hafi bæði tekjur af vinnu og fjármagni. Ríkið stefnir að sem mestri velferð. Það þarf að afla tiltekinna tekna og það vill jafna tekjur fólks. Fjármagnstekjur ráðast af sparnaði, færni, fyrirhöfn og ráðum sem menn fá. Niðurstaðan er sú að hagkvæmt sé að skattlegja fjármagnstekjur, en hagkvæmur eignarskattur sé minni en núll.
Áheyrendur voru 40-45 og spurðu margs.
Hér er upptaka af málstofunni.