Header Paragraph

Hvernig á að skattleggja laun og eignir?

Image

Arnaldur Sölvi Kristjánsson ræddi hvernig hagkvæmast er að skattleggja laun og fjármagnstekjur á málstofu Hagfræðistofnunar 1. október síðastliðinn. Sú niðurstaða Atkinsons og Stiglitz að aðeins eigi að skattleggja laun - en ekki tekjur af fjármagni - hvílir á ýmsum forsendum, meðal annars því að sparnaðarhneigð allra sé hinn sama, fólk fái ekki fé að arfi, ekki sé hægt telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur og að engin óvissa sé um tekjur um ókomna tíð. Eignir fólks ávaxtast að jafnaði betur eftir því sem þær eru meiri. Það getur stafað af af því að eignafólk taki meiri áhættu en gengur og gerist, það viti meira en aðrir um ávöxtun og að það leggi meira á sig við að ávaxta fé sitt. Eignatekjur geta því að hluta til verið árangur vinnu. Þegar fjármagnstekjur velta bæði á þeim tíma sem varið er í fjárfestingarnar og færni fjárfestanna er rétt að skattleggja þær, að dómi Arnalds. 

Áheyrendur voru á þriðja tug, bæði í stofu 101 í Odda og á súmmi. Finna má upptöku af fyrirlestrinum hér