Header Paragraph

Hagkvæmt myntsvæði, húsnæðisverð í vísitölu neysluverðs og verðbólgan sem peningalegt fyrirbæri

Image

Ásgeir Daníelsson, Sigríður Benediktsdóttir og Már Guðmundsson höfðu framsögu á málþingi um peningamál sem haldið var 10. maí síðastliðinn í tilefni af sjötugsafmæli Tórs Einarssonar prófessors. 

Ásgeir ræddi hagsveiflur og vinnuframboð. Fólksflutningar hafa aukist. Það má túlka þannig að nú sé orðið hagstæðara en áður fyrir Íslendinga að ganga í myntbandalag með öðrum þjóðum. Glærur Ásgeirs má sjá hér. 

Sigríður færði rök að því að húsnæðisverð væri góður mælikvarði á þenslu í þjóðfélaginu. Ekki væri ljóst hvers vegna ætti að skipta húsnæðisverði út fyrir húsaleigu í neysluverðsvísitölu eins og nú stæði til. Glærur Sigríðar má sjá hér.

Már ræddi þróun hugmynda um peningastefnu frá 1974-2014. Ákvarðanir á vinnumarkaði hefðu vissulega áhrif á kostnaðinn við að færa verðbólgu að opinberu markmiði, en meginorsök viðvarandi verðbólgu lægi ekki í hugskotum aðila vinnumarkaðarins, heldur í hagstjórninni. Saga verðbólgu á Íslandi væri í góðu samræmi við þá hugmynd að viðvarandi verðbólga væri peningalegt fyrirbæri. Glærur Más má  sjá hér.  

Tór Einarsson sagði nokkur orð í lok málþingsins. Framlag hans hefur verið fræðilegt, en hann hefur ekki tekið mikinn þátt í opinberri umræðu um efnahagsmál seinni árin. Má velta fyrir sér hvers umræðan hefur farið á mis, því að hann er betur heima í efnahagsmálum líðandi stundar en flestir. 

Daði Már Kristófersson stýrði málþinginu. Á þriðja tug manna sótti þingið.