Fjölgun ferðamanna skýrir hækkun lægstu launa
Kjör ófaglærða hafa batnað hraðar en annarra stétta á Íslandi undanfarin ár og eru nú hvergi betri en hér í þeim löndum Evrópu, sem gögn ná til. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist um 84% frá aldamótum - 3% á ári - mun hraðar en alla jafna. Á hinn bóginn hefur kaupmáttur þeirra sem hafa meistarapróf úr háskóla haldist um það bil óbreyttur frá aldamótum. Þetta var efni málstofu sem haldin var á Hagfræðistofnun 13. október. Sigurður Jóhannesson ræddi skýringar á þessu, meðal annars hvort þær lægju í aukinni kröfuhörku verkalýðsfélaga. Niðurstaða hans var að meginskýringin væri fjölgun ferðamanna og mikil eftirspurn eftir ófaglærðu fólki í þjónustu við þá.
Gestir voru 15 á staðnum og í streymi.
Hér má sjá upptöku af málstofunni, en hér eru glærurnar.