Header Paragraph

Fjármögnun háskóladeilda

Image

Þórólfur Matthíasson prófessor ræddi fjármögnun háskóladeilda í erindi í Lögbergi, stofu 103, föstudaginn 25. febrúar. Hann ræddi fyrst fjármögnun ríkisstofnana almennt og hættu á offjármögnun og vanfjármögnun. Síðan ræddi hann líkanið sem notað er til þess að deila fjármunum milli einstakra deilda háskólans. Meðal annars ræddi hann hvað námskeið þyrftu að vera fjölmenn til þess að bera sig í hinum ýmsu deildum háskólans. Fram kom að ekki er nægilega hagkvæmt fyrir háskóladeildir að sækja kennslu í öðrum deildum skólans. Þess vegna eru ýmis tæknifög kennd miklu víðar en hagkvæmt væri.

Alls fylgdust 33 menn með erindinu, bæði í sal og á netinu. Erindi Þórólfs og glærur af erindinu má finna hér